18.3.11

Múmínsnáðinn - hönnun

Ég hannaði vettlinga .... múmínsnáðinn varð fyrir valinu í myndefnið. útkoman er þessi. Uppskriftin er til sölu fyrir 300 kr. fyrir þá sem vilja eignast hana.


Geymslu staður

 Smellti mér í smá verkefni í kvöld. Einfalt og þægilegt. Hráefni var ósköp lítið. Kakódolla, leðurlíkisbútur (afgangur úr gaflinum) og nylon band.

Ég klæddi sem sagt kakódolluna í smá föt og saumaði leður líkið utan um hana með grófu spori ... fannst það flottara... munaði minnstu að búturinn myndi ekki ná utan um.

......................................................



Svo smellti ég í veggmynd handa dóttir minni. Hráefni var sængurver og blindrammi... og útkoman var pony veggmynd sem ég veit að dóttirinn á eftir að fíla í ræmur enda ástfanginn af flest öllu sem mamman gerir.

9.3.11

Krókudíla hekl....


...
 Krókudílahekl er eitthvað sem að ég bara verð að prófa..... það er svo fallegt.... hrikalega fallegt!
video má sjá hér

24.2.11

ReStyle


FY'RIR

EFTIR

Tók þessa gömlu upplituð koktöflu og málaði hana hvíta... smellti svo blúndu efni yfir hana... notaði blúndu kant að neðan svona extra til að búa til "haldara" fyrir nafnspjöld eða aðra miða.


15.2.11

Knitbird!



Knitbird er teikniforrit fyrir prjónamunstur. Forritið gerir þér kleift að teikna munstur á auðveldan hátt sem þú svo getur vistað sem PDF skrár.

Þetta er náttúrulega alger snilld ég segi ekki annað.
Hægt er að nálgast forritið og lesa meira um það hér

14.2.11

Ikea kollurinn minn - ReStyle


FYRIR



Ég á 4 Ikea kolla sem eru komnir til ára sinna. Eru þó alveg í fullkomnu lagi. Setan er þó orðin ljót og blettótt og blettirnir vilja ekki af.

EFTIR


Ég áhvað að prófa að hekla utan um hana (setuna), skáldaði eitthvað jafnóðum og ég hélt áfram og ég er mjög sátt með útkomuna. Ég er áhveðinn að gera eins á hina 3 sem eru eftir berrassaðir, bara í örðum lit.

9.2.11

Restyle nr 2


Hillan fyrir Restyle
Ég kíkti í Góða hirðinn um daginn og fékk þessa litlu krúttlegu hillu á 150 kr. heilar!  Hún var nú svo sem ekkert sérlega falleg á litinn ... rauðbæsuð og upplituð hér og þar. EN það stoppar mann ekki í þvi að kaupa sumt... mér datt strax í hug að ég gæti smellt einhverri málingu á hana og dúllast eitthvað við hana, sem ég hef lokið við núna og er bara nokku sátt við útkomuna.                     Í þetta verkefni notaði ég; hillu (150.- kr), gamall slitinn kjóll (0.- kr), skáband (átti það til frá gamalli tíð), vélalakk (ca. 1000.- kr, og mikill afgangur eftir), pensill (150.- kr), doble tape (400.-kr, afgangur af því). Kostnaður er því um 1700.- kr og ekki einu sinni það því ég á enn málinguna, pensilinn og doble tabe sem ég get notað í eitthvað fleira.



Hillan eftir Restyle

Fleiri myndir af ferlinu er hægt að skoða HÉR